lau 01.okt 2022
Myndband af glæsimarki Kristians Nökkva í gærkvöldi
Kristian í leik með U21 í Tékklandi í vikunni.

Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn og gerði jöfnunarmark Jong Ajax á útivelli gegn PEC Zwolle í B-deild hollenska boltans í gærkvöldi. Ajax hefur nú sent frá sér myndband af markinu sem er stórglæsilegt, skot utan af velli upp í bláhornið. Myndbandið má sjá hér að neðan.Zwolle 1 - 1 Jong Ajax
1-0 H. Medunjanin ('62)
1-1 Kristian Nökkvi Hlynsson ('80)
Rautt spjald: J. Schendelaar, Zwolle ('12)