lau 01.okt 2022
Víkingur miklu sigurstranglegri - 73% spá liðinu sigri
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins fer fram í dag en FH og Víkingur eigast við á Laugardalsvellinum klukkan 16.

Víkingur vann bikarinn 2019 og 2021 en vegna Covid var keppnin ekki kláruð 2020. Bikarinn hefur því verið ansi lengi í Fossvoginum.

FH-ingar eru í fallsæti í Bestu deildinni og Víkingar eru mun sigurstranglegri fyrir leik dagsins. Það sést vel á niðurstöðu skoðanakönnunar sem var á forsíðu Fótbolta.net.

Hverjir vinna bikarúrslitaleikinn á laugardag?
73% Víkingar (1902)
27% FH-ingar (719)

Leikurinn í dag er sýndur beint á RÚV og er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.