lau 01.okt 2022
Sjáðu atvikin: Frábært mark Partey og klaufaleg tækling Gabriel

Arsenal og Tottenham eigast við í slagnum um Norður-London og er staðan 1-1 eftir fjörugan fyrri hálfleik.Arsenal var með yfirhöndina stærsta hluta hálfleiksins en Tottenham fékk einnig sín tækifæri.

Thomas Partey kom Arsenal yfir með frábæru viðstöðulausu skoti utan vítateigs sem hann lagði upp í samskeytin.

Það tók Tottenham aðeins ellefu mínútur að jafna leikinn. Harry Kane skoraði þá úr vítaspyrnu eftir klaufalega tæklingu Gabriel innan vítateigs.

Sjáðu atvikin:
Sjáðu frábært mark Thomas Partey
Sjáðu klaufalega tæklingu Gabriel