lau 01.okt 2022
Sísí Lára spáir í lokaumferð Bestu deildar kvenna
Sigríður Lára í leik með FH í sumar.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Olla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í dag fer lokaumferðin í Bestu deild kvenna. Allir fimm leikirnir fara af stað klukkan 14:00.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ársins í Lengjudeildinni, spáir í lokaumferðina eins og hún leggur sig.

Stjarnan 3 - 0 Keflavík (14 í dag)
Stjarnan vinnur öruggan 3-0 sigur og gulltryggir sér Evrópusæti. Ingibjörg Lucía skorar fyrsta markið með þrumuskoti og Katrín Ásbjörns setur tvö.

ÍBV 2 - 1 Afturelding (14 í dag)
Tíðindalítill leikur þar sem ekki mikið er í húfi. ÍBV verður sterkari og vinnur 2-1 með mörkum frá Eyjastelpunum Kristínu Ernu og Þórhildi. Guðrún Elísabet skorar fyrir Aftureldingu.

Valur 2 - 0 Selfoss (14 í dag)
Þetta verður hörkuleikur og góður fótbolti. Valsstelpur vilja fagna Íslandsmeistaratitlinum með sigri í síðasta leik sumarsins og vinna þær 2-0. Sandra lokar markinu eins og svo oft áður. Svo sjá Anna Rakel og Ásdís Karen um markaskorunina.

KR 1 - 2 Þór/KA (14 í dag)
Bæði lið vilja enda tímabilið á sigri eftir erfitt sumar. Þór/KA vinnur 2-1 og Sandra María verður í stuði og skorar tvennu. Gumma skorar fyrir KR.

Breiðablik 3 - 3 Þróttur (14 í dag)
Breiðablik þarf að treysta á að Stjarnan tapi og geri ég ráð fyrir að þær mæti vel gíraðar í leikinn. Þetta verður markaleikur og endar hann 3-3 þar sem bæði Agla María og Olla leiða sóknarleikinn hjá sínum liðum. Þær verða á skotskónum. Agla María setur tvö og Helena jafnar í uppbótartíma. Olla hendir í hattrick.

laugardagur 1. október
14:00 KR-Þór/KA (Meistaravellir)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
14:00 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)
14:00 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
14:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)