lau 01.okt 2022
Harry Kane bætti markamet Thierry Henry í Lundúnaslögum

Harry Kane skoraði eina mark Tottenham í fyrri hálfleik í Lundúnaslag gegn Arsenal í dag. Kane skoraði af vítapunktinum og er staðan 1-1 í hálfleik.Þetta var hans 44. mark í Lundúnaslögum á úrvalsdeildarferlinum og er Kane þar með búinn að bæta markamet Henry sem skoraði 43 mörk. Þess má þó geta að átta af mörkum Kane komu úr vítaspyrnum en aðeins tvö af mörkum Henry.

Henry var hjá Arsenal í átta ár og skoraði 226 mörk í 370 leikjum. Til samanburðar er Kane á sínu tíunda ári hjá Tottenham og er kominn með 254 mörk í 395 leikjum.

Kane er búinn að skora sjö mörk og gefa eina stoðsendingu í sjö og hálfum úrvalsdeildarleik á nýju tímabili. Hann hefur seinni hálfleikinn gegn Arsenal til að bæta tölfræðina enn frekar.