lau 01.okt 2022
Sjáðu atvikið: Emerson fékk beint rautt - Þægilegt fyrir Arsenal

Arsenal er á góðri leið með að sigra fjandslaginn gegn Tottenham þar sem staðan er 3-1 þegar innan við tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.Auk þess að vera tveimur mörkum yfir er Arsenal leikmanni fleiri eftir að bakvörðurinn Emerson Royal lét reka sig af velli fyrir ljótt brot.

Royal traðkaði með hælnum á fæti Gabriel Martinelli sem lá eftir sárþjáður í jörðinni. 

Anthony Taylor dómari ráðfærði sig við VAR teymið og dæmdi að lokum beint rautt spjald fyrir brotið, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu brot Emerson Royal