lau 01.okt 2022
Byrjunarlið dagsins: Jota, Nunez og Diaz á bekknum
Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Það eru fimm leikir sem byrja samtímis í ensku úrvalsdeildinni í dag og má sjá byrjunarliðin hér fyrir neðan.Liverpool tekur á móti Brighton í spennandi slag þar sem Jürgen Klopp ákveður að byrja með Diogo Jota, Luis Diaz og Darwin Nunez á varamannabekknum.

Roberto Firmino, Mohamed Salah og Fabio Carvalho mynda sóknarlínuna í dag og er Harvey Elliott einnig á bekknum ásamt Arthur Melo og James Milner.

Kostas Tsimikas byrjar í vinstri bakverði í fjarveru Andy Robertson og þá er Joel Matip í miðverði í fjarveru Ibrahima Konate, með Joe Gomez á bekknum.

Danny Welbeck leiðir sóknarlínu Brighton þar sem Roberto De Zerbi nýr þjálfari gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem rúllaði yfir Leicester 5-2 í síðasta leik sínum sem var spilaður fyrir mánuði síðan.

Pervis Estupinan kemur inn í byrjunarliðið fyrir Enock Mwepu sem er fjarri vegna meiðsla. Estupinan fer á vinstri kant og Leo Trossard verður fyrir aftan Welbeck í sóknarlínunni.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Tsimikas, Fabinho, Henderson, Thiago, Carvalho, Salah, Firmino.
Varamenn: Adrian, Gomez, Milner, Elliott, Jota, Diaz, Nunez, Arthur, Phillips.

Brighton: Sanchez, Veltman, Dunk, Webster, March, Caicedo, Mac Allister, Estupinan, Gross, Trossard, Welbeck. 
Varamenn: Lamptey, Colwill, Lallana, Sarmiento, Enciso, Undav, Mitoma, Steele, Gilmour.

Chelsea heimsækir þá Crystal Palace í Lundúnaslag og gerir Graham Potter tvær breytingar frá liðinu sem gerði jafntefli við RB Salzburg í hans fyrsta leik við stjórnvölinn.

Cesar Azpilicueta er settur á bekkinn fyrir Wesley Fofana og þá kemur Ben Chilwell inn fyrir Marc Cucurella sem er veikur.

Jean-Philippe Mateta byrjar á bekknum hjá Crystal Palace sem mætir til leiks með kunnuglegt byrjunarlið. Patrick Vieira teflir fram mikið af sóknarsinnuðum leikmönnum fyrir þessa hörkuviðureign.

Þá er ekkert pláss í byrjunarliði Everton fyrir Anthony Gordon sem Chelsea reyndi að kaupa fyrir 60 milljónir punda í sumar. Tom Davies, Michael Keane og Abdoulaye Doucoure eru einnig meðal varamanna liðsins á útivelli gegn Southampton.

Crystal Palace: Guaita; Clyne, Ward, Guehi, Mitchell; Olise, Doucoure, Eze; Ayew, Edouard, Zaha.
Varamenn: Johnstone, Tomkins, Riedewald, Milivojevic, Schlupp, Hughes, Ebiowei, Mateta, Gordon.

Chelsea: Kepa; James, Silva, Fofana, Chilwell; Mount, Jorginho, Kovacic; Havertz, Aubameyang, Sterling.
Varamenn: Bettinelli, Azpilicueta, Chalobah, Koulibaly, Gallagher, Loftus-Cheek, Pulisic, Ziyech, Broja.

Southampton: Bazunu, Walker-Peters, Bella-Kotchap, Caleta-Car, Larios, Maitland-Niles, Ward-Prowse, S Armstrong, Mara, Aribo, Adams.
Varamenn: McCarthy, A Armstrong, Perraud, Djenepo, Salisu, Edozie, Elyounoussi, Diallo, Walcott.

Everton: Pickford, Coleman, Coady, Tarkowski, Mykolenko, Onana, Gueye, Iwobi, Gray, McNeil, Maupay.
Varamenn: Begovic, Keane, Gordon, Doucoure, Davies, Vinagre, Rondon, Garner, John.

Fulham: Leno, Mbabu, Adarabioyo, Ream, Kurzawa, Reed, Chalobah, James, A. Pereira, Reid, Mitrovic
Varamenn: Rodak, Duffy, Kebano, Cairney, Onomah, Vinicius, Diop, Harris, Parkes

Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Botman, Burn, Longstaff, Bruno Guimaraes, Willock, Almiron, Wilson, Murphy
Varamenn: Dummett, Lascelles, Joelinton, Lewis, Targett, Karius, Wood, Fraser, Anderson

Bournemouth: Neto, Smith, Mepham, Senesi, Zemura, Cook, Lerma, Tavernier, Billing, Solanke, Moore.
Varamenn: Travers, Stephens, Christie, Marcondes, Stacey, Lowe, Siriki, Hill, Anthony. 

Brentford: Raya, Ajer, Jansson, Mee, Henry, Baptiste, Janelt, Jensen, Mbeumo, Toney, Damsgaard. 
Varamenn: Hickey, Dasilva, Wissa, Jorgensen, Ghoddos, Onyeka, Roerslev, Cox, Trevitt.