lau 01.okt 2022
Einkunnir Arsenal og Tottenham: Xhaka bestur - Emerson fjarkaður
Mynd: EPA

Sky Sports er búið að gefa leikmönnum einkunnir eftir 3-1 sigur Arsenal gegn Tottenham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.Granit Xhaka var valinn sem besti leikmaður vallarins enda stóð hann sig vel á miðjunni og skoraði í sigrinum. Xhaka fær 8 í einkunn eins og helmingurinn af Arsenal liðinu.

William Saliba, Thomas Partey, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus fá allir 8.

Emerson Royal var verstur á vellinum enda fékk hann að líta beint rautt spjald fyrir að traðka á Martinelli á 62. mínútu leiksins. Emerson fær 4 í einkunn og var lélegastur eftir Cristian Romero og Eric Dier sem fá 5 fyrir sinn þátt.

Arsenal er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Tottenham eftir þennan sigur.

Arsenal: Ramsdale (7), White (7), Saliba (8), Gabriel (6), Zinchenko (7), Partey (8), Xhaka (8), Saka (8), Odegaard (7), Martinelli (8), Jesus (8).
Varamenn: Tierney (6), Lokonga (6)

Tottenham: Lloris (6), Romero (5), Dier (5), Lenglet (6), Emerson (4), Hojbjerg (6), Bentancur (6), Perisic (6), Richarlison (6), Kane (7), Son (6).
Varamenn: Sanchez (6), Bissouma (6), Sessegnon (6), Doherty (6), Skipp (6).