lau 01.okt 2022
[email protected]
Byrjunarliðin í bikarúrslitunum: Lennon og Kiddi á bekknum - Birnir Snær kemur inn fyrir Víkinga
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. FH og Víkingar mætast í þessum leik en byrjunarliðin eru komin í hús.
Eiður Smári þjálfari FH gerir 2 breytingar á liðinu sem tapaði 2-1 gegn Stjörnunni fyrir landsleikjahlé. Það eru reynsluboltarnir Steven Lennon og Kristinn Freyr Sigurðsson sem fá sér sæti á bekknum en Davíð Snær Jóhannsson og Úlfur Ágúst Björnsson sem koma inn í liðið. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við KR fyrir landsleikjahlé. Það er hann Helgi Guðjónsson sem fær sér sæti á bekknum en Birnir Snær Ingason kemur inn í hans stað.
|