sun 02.okt 2022
Fullyrt að Wolves sé búið að reka Lage
Bruno Lage
CNN í Portúgal fullyrðir það í dag að Wolves sé búið að reka Bruno Lage úr starfi.

Wolves hefur byrjað leiktíðina illa undir stjórn Lage og aðeins unnið einn leik í fyrstu átta leikjunum.

Það var 2-0 tapið gegn West Ham í gær sem fyllti mælinn en Telegraph sagði frá því í gær að stjórn Wolves væri að funda um framtíð Lage.

Nú fullyrðir CNN í Portúgal að búið sé að reka Lage, sem tók við Wolves fyrir fimmtán mánuðum er Nuno Espirito Santo hætti með liðið.

Wolves er í 18. sæti með 6 stig og hefur aðeins skorað þrjú mörk í deildinni.