mán 03.okt 2022
Sterkust í 18. umferð - Gerir aðra leikmenn betri
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Katrín Ásbjörnsdóttir er leikmaður 18. umferðar, lokaumferðarinnar.

Katrín gerði þrennu þegar Stjarnan vann 4-0 sigur gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar og tryggði sér þannig sæti í Meistaradeildinni að ári liðnu.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 18. umferðar - Síðasta umferð deildarinnar

„Erfitt að horfa framhjá Katrínu. Skoraði þrjú góð mörk og ógnaði fyrir framan Keflavíkurmarkið," skrifaði Unnar Jóhannsson í skýrslu sinni frá leiknum

Katrín átti mjög gott sumar með Stjörnunni en það var nokkuð rætt um hana í nýjasta þætti Heimavallarins.

„Katrín gerir rosalega mikið fyrir liðið," sagði Ingunn Haraldsdóttir í Heimavellinum. „Það sást þegar hún var ekki með í nokkrum leikjum. Katrín hefur þann eiginleika að gera aðra leikmenn í kringum sig betri," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferð - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 9. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 10. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Sterkust í 11. umferð - Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Sterkust í 12. umferð - Eva Ýr Helgadóttir (Afturelding)
Sterkust í 13. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 14. umferð - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Sterkust í 15. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Sterkust í 16. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Sterkustt í 17. umferð - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)