„Erfitt að horfa framhjá Katrínu. Skoraði þrjú góð mörk og ógnaði fyrir framan Keflavíkurmarkið," skrifaði Unnar Jóhannsson í skýrslu sinni frá leiknum
Katrín átti mjög gott sumar með Stjörnunni en það var nokkuð rætt um hana í nýjasta þætti Heimavallarins.
„Katrín gerir rosalega mikið fyrir liðið," sagði Ingunn Haraldsdóttir í Heimavellinum. „Það sást þegar hún var ekki með í nokkrum leikjum. Katrín hefur þann eiginleika að gera aðra leikmenn í kringum sig betri," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.