þri 04.okt 2022
Einkunnir Tottenham gegn Frankfurt: Kane og Richarlison fá fimmu
Harry Kane fékk fín færi en nýtti ekki
Harry Kane og Richarlison áttu erfiðan dag fyrir framan mark Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þeir fá 5 fyrir frammistöðuna í kvöld. Það er Evening Standard sem sér um einkunnir Tottenham að þessu sinni.

Tottenham skapaði sér fína sénsa í fyrri hálfleiknum. Það vantaði skilvirknina fyrir framan markið eins og Antonio Conte, stjóri liðsins, orðaði það.

Kane og Richarlison fengu tækifærin til að koma boltanum í netið leiknum en þeir áttu erfiðan dag. Eins og áður segir fá þeir 5, en nokkrir leikmenn fá 7.

Pierre-Emile Hojbjerg, Rodrigo Bentancur, Eric Dier, Clement Lenglet og Hugo Lloris fá allir 7.

Einkunnir Tottenham: Lloris (7), Romero (6), Dier (7), Lenglet (7), Emerson (6), Bentancur (7), Hojbjerg (7), Son (6), Perisic (6), Kane (5), Richarlison (5).
Varamenn: Davies (6), Sessegnon (6), Gil (6).