mið 05.okt 2022
City reynir að endursemja við Haaland - Antony fór ekki eftir fyrirmælum
Erling Haaland.
Antony óhlýðnaðist.
Mynd: EPA

Inter hefur áhuga á Van de Beek.
Mynd: Everton

Haaland, Antony, Saka, Cooper, Benítez, Dyche, Ronaldo, Van de Beek, Ödegaard, Kante og fleiri í slúðurpakkanum. Powerade býður upp á allar helstu vangavelturnar í ensku pressunni.

Manchester City er þegar að reyna að endursemja við Erling Haaland (22) en núverandi samningur hans gefur honum kleyft að fara eftir tvö ár ef Real Madrid gerir tilboð. (Mundo Deportivo)

Sóknarmaðurinn Antony (22) fór ekki eftir fyrirmælum Erik ten Hag í tapi Manchester United gegn grönnunum í City um helgina. Hann hlýddi ekki tilskipunum um að aðstoða í varnarleiknum. (Sun)

Arsenal hefur gert munnlegt samkomulag við Bukayo Saka (21) um nýjan samning. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum. (Football Insider)

Nottingham Forest mun horfa til Rafael Benítez og Sean Dyche ef Steve Cooper verður rekinn. (Guardian)

Manchester United er hikandi við að leyfa Cristiano Ronaldo (37) að fara í janúarglugganum. Portúgalinn gæti þurft að sitja út samning sinn sem rennur út næsta sumar. (Mirror)

United hefur áhuga á portúgalska framherjanum Goncalo Ramos (21) hjá Benfica og hollenska vængmanninum Cody Gakpo (23) hjá PSV Eindhoven. (Express)

Chelsea er að vinna baráttuna um portúgalska framherjann Rafael Leao (23) hjá AC Milan. (Star)

AC Milan gæti notað leikinn gegn Chelsea í Meistaradeildinni til að ræða við forráðamenn enska félagsins um möguleg kaup á varnarmanninum Trevoh Chalobah (23) og bandaríska sóknarleikmanninum Christian Pulisic (24). (Calciomercato)

Inter hefur áhuga á að kaupa hollenska miðjumanninn Donny van de Beek (25) frá Manchester United í janúar. (Fichajes)

Eigendur Liverpool eru tilbúnir að fjármagna stór kaup í janúarglugganum ef Jurgen Klopp og hans teymi finna rétta leikmanninn. (Football Insider)

Klopp segist hafa viljað kaupa Martin Ödegaard (23), núverandi leikmann Arsenal, til Borussia Dortmund þegar norski landsliðsmaðurinn valdi Real Madrid. (Goal)

Arsenal íhugar að bjóða Juventus belgíska miðjumanninn Albert Sambi Lokonga (22) í skiptum fyrir ítalska miðjumanninn Manuel Locatelli (24). (Calcio Mercato Web)

Leandro Trossard (27), belgíski vængmaðurinn hjá Brighton, vill ekki hafna sögum sem orða hann við brottför frá félaginu. Arsenal og Chelsea hafa áhuga. (Mail)

Everton hyggst virkja ákvæði um að breyta lánssamningi Conor Coady (29) frá Wolves yfir í kaup fyrir innan við 10 milljónir punda. (Times)

Graham Potter, stjóri Chelsea, segist einbeita sér að því að fá N'Golo Kante (31) af meiðslalistanum. Hann segir að samningamál Kante séu milli hans og félagsins en núgildandi samningur rennur út næsta sumar. (Guardian)

Sevilla hefur gert samning við Jorge Sampaoli um að taka við liðinu af Julen Lopetegui. (ESPN)