fös 07.okt 2022
[email protected]
Pedro Neto ekki með á HM
Pedro Neto, vængmaður Wolves, verður ekki með portúgalska landsliðinu á HM. Hann þarf að fara í aðgerð vegna ökklameiðsla sem hann hlaut með Úlfunum gegn West Ham um síðustu helgi.
Þessi 22 ára leikmaður fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og sérfræðingar segja að hann þurfi að leggjast undir hnífinn.
Neto var í síðasta landsliðshóp Portúgals en kom ekki við sögu.
Það er áfall fyrir hann að fara ekki með á HM í Katar en hann missti einnig af EM alls staðar vegna meiðsla.
|