þri 25.okt 2022
Innkastið - Gummi girnist gullskóinn
Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, er sérstakur gestur Innkastsins þessa vikuna. Ef Gummi skorar gegn Keflavík í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardaginn verður gullskórinn hans.

Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Gummi Magg fara yfir 26. umferð Bestu deildarinnar og Sæbjörn velur einnig besta leikmann hvers liðs í sumar og einnig mestu vonbrigðin.

Þá er auðvitað rætt við Gumma um árangur hans og Framliðsins í sumar og ýmislegt skemmtilegt.

Hlustaðu í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.