lau 19.nóv 2022
Ronaldo og HM í brennidepli á X977 í dag
Elvar Geir og Tómas Þór halda um stjórnartaumana í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þátturinn er á dagskrá á laugardögum milli 12 og 14.

Í þættinum í dag er farið yfir allar helstu fótboltafréttirnar og fréttamaðurinn Tryggvi Páll Tryggvason, sérfræðingur í málefnum Manchester United, segir sína skoðun á Cristiano Ronaldo málinu.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður á RÚV ræðir um HM í Katar og fyrstu leikir mótsins verða skoðaðir.

Sævar Sævarsson segir frá bókinni “Kjartan Másson - engin helvítis ævisaga” sem er nýkomin út.