fös 18.nóv 2022
Meira en helmingur sérfræðinga spáir Brasilíu sigri
Fer Brasilía alla leið?
Heimsmeistaramótið hefst núna á sunnudaginn þegar Katar og Ekvador mætast í opnunarleiknum.

Það er spennandi mót framundan. BBC fékk nokkra af sínum helstu sérfræðingum til að spá fyrir um sigurvegara. Þrettán sérfræðingar gáfu sín svör og fengu fjögur lið atkvæði.

Sjö af sérfræðingunum, meira en helmingur, spáir því að Brasilía muni fara með sigur af hólmi.

Þrír sérfræðinganna spá sigri Lionel Messi og félaga í Argentínu, Frakkland fær tvö atkvæði og svo fær England eitt atkvæði.

Brasilía: Micah Richards, Alex Scott, Ashley Williams, Gabby Logan, Jurgen Klinsmann, Rio Ferdinand, Karen Bardsley, Matthew Upson, Rob Green.

Argentína: Alan Shearer, Jermaine Jenas, Danny Murphy.

Frakkland: Chris Sutton, Danny Gabbidon.

England: Fara Williams.