fös 18.nóv 2022
Kolbeinn lagði upp í sigri Lommel
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel í Belgíu, lagði upp annað mark liðsins í 2-1 sigri á U23 ára liði Genk í belgísku B-deildinni í kvöld.

Lommel hefur spilað langt undir getu á þessu tímabili og átt erfitt með að koma sér á skrið.

Liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn gegn Genk í kvöld.

Kolbeinn byrjaði á bekknum hjá Lommel en kom við sögu á 57. mínútu og lagði upp annað mark liðsins þremur mínútum síðar.

Það mark reyndist mikilvægt því Genk skoraði eitt en náði ekki að bæta við öðru og lokatölur því 2-1 Lommel í vil. Lommel er í 6. sæti með 18 stig, níu stigum frá toppsætinu.