fös 18.nóv 2022
Fabinho um gagnrýni á Trent: Þeir geta komið til mín og ég mun slá þá niður
Fabinho og Trent Alexander-Arnold í bakgrunni
Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho er orðinn vel þreyttur á þeirri gagnrýni sem Trent Alexander-Arnold hefur fengið á tímabilinu og hótar því að slá alla þá niður sem halda því áfram.

Alexander-Arnold hefur fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleik sinn á tímabilinu.

Margir spekingar hafa tjáð sig um enska varnarmanninn en Fabinho er kominn með upp í kok af umræðunni.

„Fyrir utan þessa skábolta á Martinelli sem Trent varðist mjög vel þá er Martinelli svo hæfileikaríkur strákur og er erfiður viðureignar. Ef einhver segir að Trent geti ekki varist þá geta þeir komið til mín og ég mun slá þá niður því ég get ekki hlustað á þetta lengur. Ég veit ekki hvað drengurinn þarf að gera,“ sagði Fabinho við UOL

Trent var valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM á dögunum en hann kom inn fyrir Reece James sem er meiddur.