lau 19.nóv 2022
Gallagher bjóst ekki við að vera valinn
Conor Gallagher
Conor Gallagher, miðjumaður Chelsea, bjóst ekki við að vera valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í Katar.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður var á láni hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð og skaraði þar fram úr.

Hann snéri aftur til Chelsea í sumar og átti að vera hluti af aðalliðinu en fékk lítinn spiltíma undir stjórn Thomas Tuchel. Það var svo þegar Graham Potter tók við þar sem Gallagher fór að fá fleiri mínútur.

Gallagher var valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í Katar en hann bjóst alls ekki við því að fá farseðilinn þangað.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því. Auðvitaða var ég að vona að það væri möguleiki en þetta kom mér samt svolítið á óvart. Ég hef ekki verið að spila reglulega með Chelsea og þá hefur liðið ekki spilað neitt sérstaklega vel á tímabilinu. Það er margt sem við þurfum að bæta og ég er viss um að við gerum það,“ sagði Gallagher.”