lau 19.nóv 2022
Apple réttir MLS-deildarliðum hjálparhönd - Grealish á förum frá Man City?
Cristiano Ronaldo í MLS-deildina?
Jack Grealish á förum frá Man City?
Mynd: Getty Images

Kim-Min Jae á leið til Man Utd?
Mynd: EPA

Þá er komið að öllu því helsta í slúðurpakka dagsins en Cristiano Ronaldo og Jack Grealish koma fyrir í pakkanum.

Leicester hefur áhuga á því að fá þýska vinstri bakvörðinn, Robin Gosens (28), frá Inter. (Calciomercato)

MLS-deildarlið eru í ágætri stöðu til að næla í portúgalska sóknarmanninn Cristiano Ronaldo (37) frá Manchester United þökk sé 210 milljón punda samning Apple TV við deildina. (iNews)

Jack Grealish (27), leikmaður Manchester City, óttast það að félagið vilji selja hann á næsta ári þar sem hann hefur átt í erfiðleikum með að festa sæti í liðinu. (Football Insider)

Umboðsmaður Facundo Peillstri (20) segir að leikmaðurinn gæti yfirgefið Manchester United í janúar, en hann hefur ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins. (Observador)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, hefur gefið það í skyn að tímasetningin hafi komið í veg fyrir það að hann tók ekki við Manchester United, en að allar dyr séu opnar í framtíðinni. (Radio Marca)

Barcelona ætlar að selja hollenska sóknarmanninn Memphis Depay (28) í janúar. (AS)

Jose Mourinho vill fá Hector Bellerin (27), hægri bakvörð Barcelona til Roma. (Gazzetta dello Sport)

Brighton, Fulham, Manchester United og Tottenham hafa áhuga á því að fá suður-kóreska miðvörðinn Kim Min-Jae (26) frá Napoli. (Calciomercato)

Jack Wilshere, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að hann myndi hringja í spekinga á borð við Jamie Redknapp og Paul Scholes ef þeir myndu gerast svo frakkir að gagnrýna hann. (Sun)

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka myndi ekki neita því að taka vítaspyrnu á HM í Katar þrátt fyrir að hafa klúðrað spyrnu í úrslitum EM á síðasta ári. (Mail)

Vinicius Junior (22), framherji Brasilíu, óttaðist það að meiðast rétt fyrir HM eftir ljótar tæklingar frá leikmönnum í spænsku deildinni. (ESPN)

Darren Bent, fyrrum leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, segir að hvernig sem fer á HM í Katar þá mun Gareth Southgate hætta með liðið eftir mótið. (Talksport)