lau 19.nóv 2022
Sergio Ramos valinn besti varnarmaður allra tíma
Sergio Ramos
Karim Benzema er leikmaður ársins
Mynd: EPA

Wayne Rooney fékk sérstök verðlaun fyrir frábæran feril
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano er íþróttafréttamaður ársins
Mynd: Getty Images

Sergio Ramos, leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi, er besti varnarmaður allra tíma samkvæmt Globe Soccer en hann fékk þessi verðlaun á sérstakri hátíð í Dúbaí í gær.

Globe Soccer-verðlaunin voru fyrst afhent árið 2010 og hefur hún nú verið haldin á ári hverju síðan.

Í gær fór verðlaunahátíðin fram í Dúbaí en þar var besti leikmaður heims valinn ásamt fjölda annarra verðlauna.

Sergio Ramos var valinn besti varnarmaður allra tíma af Globe Soccer, en Spánverjinn hefur unnið öll eftirsóttustu verðlaun fótboltamannsins. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum með Real Madrid og þá hefur hann einnig unnið EM tvisvar og HM einu sinni.

Karim Benzema, framherji Real Madrid, var valinn besti leikmaður ársins og Carlo Ancelotti var þá þjálfari ársins. Wayne Rooney, Zlatan Ibrahimovic og Romario fengu allir verðlaun fyrir afrek þeirra á ferlinum.

Verðlaun gærkvöldsins:

Besti varnarmaður allra tíma: Sergio Ramos (PSG)

Framkvæmdastjóri ársins: Adriano Galliani (Monza)

Besti yfirmaður íþróttamála: Paolo Maldini og Frederic Massara (AC Milan)

Forseti ársins: Florentino Perez (Real Madrid)

Þjálfari ársins:Carlo Ancelotti (Real Madrid)

Kvennalið ársins: Lyon

Karlalið ársins: Real Madrid

Leikmaður ársins í kvennaflokki: Barcelona’s Alexia Putellas

Upprennandi leikmaður ársins: Victor Osimhen (Napoli)

Leikmaður ársins: Karim Benzema (Real Madrid

Verðlaun fyrir frábæran þjálfaraferil: Unai Emery (Aston Villa, Villarreal, Sevilla, Paris Saint-Germain)

Unglingalið ársins: Benfica

Félagaskipti ársins: Erling Haaland til Manchester City

Njósnari ársins: Juni Calafat (Real Madrid)

Umboðsmaður ársins: Jorge Mendes

TikTok leikmaður ársins (valið af stuðningsmönnum): Mohamed Salah (Liverpool)

Verðlaun fyrir frábæran feril: Wayne Rooney, Zlatan Ibrahimovic og Romario.

Íþróttafréttamaður ársins: Fabrizio Romano