lau 19.nóv 2022
Stefán Teitur: Gerum kröfu á að skora allavega tvö mörk í viðbót

Stefán Teitur Þórðarson var að vonum ánægður með sigur íslenska landsliðsins í Eystrasaltsbikarnum í dag.„Sigur í vítaspyrnukeppni var óþarfi, við áttum að klára leikinn í venjulegum leiktíma, gera kröfu á að skora að allavega tvö í viðbót," sagði Stefán í samtali við KSÍ eftir leikinn.

„Við sköpum fullt en aðstæðurnar gerðu það að verkum að það var virkilega erfitt að fóta sig inn í teigunum, allt frosið en fínt hjá okkur að skapa svona mörg færi."

Íslenska landsliðið er ekki vannt því að keppa í vítaspyrnukeppni en þurfti tvær til að vinna mótið. Hvernig var að taka þátt í vítaspyrnukeppni?

„Það er gaman, gefur þessu smá extra. Ég skoraði úr báðum mínum þannig það er flott," sagði Stefán.