lau 19.nóv 2022
Vinicius var hræddur um að missa af HM - „Við Rodrygo fengum að finna fyrir því"
Vinicius Junior leikmaður Real Madrid er í landsliðshópi Brasilíu fyrir HM í Katar en hann segir frá því að hann var hræddur um að missa af mótinu vegna meiðsla.

„Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum en stundum fór þetta of lagt. Það er hægt að láta finna fyrir sér en menn voru stundum alltof grófir. Við Rodrygo fengum að finna fyrir því í síðustu leikjunum og ég var hræddur við það versta, að meiðast og missa af HM," sagði Vinicius Jr.

Karim Benzema liðsfélagi hans hjá Real Madrid gaf honum góð ráð.

„Þegar þú ert orðinn mikilvægur leikmaður munu andstæðingarnir koma á eftir þér og þú verður að taka því. Benzema sagði mér a ðvera rólegur því ef andstæðingarnir eru að elta þig skiptir þú máli og þeir eru hræddir við þig."

Brasilía hefur leik á HM á fimmtudaginn þegar liðið mætir Serbíu.