lau 19.nóv 2022
Sara Björk tryggði Juventus sigurinn - Elías skoraði í bikarsigri

Sara Björk Gunnarsdóttir og Elías Már Ómarsson voru á skotskónum fyrir sín félög í dag.Sara Björk lék allan leikinn fyrir Juventus sem heimsótti Parma í ítölsku deildinni. Parma var marki yfir í hálfleik og það stefndi allt í sigur liðsins þangað til í uppbótartíma.

Juventus jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Sara Björk gerði sér síðan lítið fyrir og skoraði sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Elías Már Ómarsson skoraði síðasta mark Nimes í 4-0 útisigri á Montauban í franska bikarnum. Nimes lék tveimur mönnum fleiri allan síðari hálfleik.

Montauban leikur í sjöundu efstu deild.

Sjá einnig:
Bolton elskar endurkomur - Skoruðu tvö mörk undir lokin
Glódís í 8 liða úrslit eftir stórsigur á Duisburg
Þriðji deildarsigurinn í röð hjá Nökkva