lau 19.nóv 2022
Phillips slasaði sig í ræktinni fyrir leikinn gegn Bournemouth

Kalvin Phillips leikmaður Manchester City er í leikmannahópi enska landsliðsins á HM þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 14 mínútur með City á tímabilinu.Hann hefur verið að kljást við meiðsli á öxl en fór í aðgerð og náði að jafna sig í tæka tíð og var valinn í hópinn af Gareth Southgate.

Phillips sagði sögu frá því þegar hann var að undirbúa sig fyrir leik City gegn Bournemouth um síðustu helgi. Þá fór betur en á horfðist þegar hann missti lóð á fótinn á sér.

„Ef þetta hefði ekki verið 5 kílóa lóð, ef þetta hefði verið þyngra hefði þetta verið mun verra," sagði Phillips.

Hann sagði fréttamönnum í Katar frá því að hann hafi verið að lyfta lóðum fyrir leikinn og hafi misst eina plötu á fótinn á sér sem varð til þess að hann fékk mikið sár.