sun 20.nóv 2022
[email protected]
Hvaða lið verður heimsmeistari? - Fjögur lið nefnd
 |
Lið Brasilíu þykir líklegt til afreka. |
 |
Portúgal er með mjög öflugt lið. |
Mynd: EPA
|
 |
Argentína verður líka með í baráttunni. |
Mynd: EPA
|
 |
Þjóðverjar gætu farið alla leið. |
Mynd: Getty Images
|
HM í Katar er farið af stað, opnunarleikurinn er í gangi. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað var af stað.
Síðasta spurningin er að sjálfsögðu: Hvaða lið fer alla leið og vinnur mótið?
Arnar Laufdal, Fótbolti.net Ég sagði í Messi gegn Ronaldo spurningunni að ef ég mætti ráða þá væri ég frekar til í að Messi myndi vinna. Ég persónulega held hins vegar að Portúgalir vinni þetta mót, finnst þeir vera ótrúlega vel mannaðir í öllum stöðum og þeir taka þetta mót.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV Argentína, og Messi mun loka sínum stórkostlega ferli á þessum stóra titli með landsliðinu. Gunnar Birgisson, RÚV Argentína vinnur þetta mót og fara alls ekki auðvelda leið að þessum titli. Vinna Dani í 16-liða, Holland í 8-liða og Spánverja í undanúrslitum.
Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV Tuttugu ára bið eftir sjötta Heimsmeistaratitlinum tekur enda og Brasilía vinnur.
Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan Ég ætla segja Argentína því ég hef haldið með þeim síðan ég var lítil og hef mikla trú á þeim núna.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram Eg er með góða tilfinningu fyrir Þýskalandi. Eitthvað sem segir mér að þeir fari alla leið og klári mótið. Einnig finnst mér Portúgalir með mjög spennandi og skemmtilegt lið. Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH Argentína.
Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding Ég ætla að spá Portúgal sigri á mótinu, Ronaldo verður í 'revenge mode' og setur sjö mörk. Bruno verður í stuði, en hins vegar ef að Portúgal klikka eitthvað á peppinu og Ronaldo fær ekki að vera kóngurinn sem hann á að vera þá klárar Neymar þetta mót fyrir Brassana. HALA PORTUGAL
Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport Brasilía vinnur þetta. Það er aðallega von mín en ég held að Brassarnir taki þetta. Einn besti markvörðurinn, fínasta vörn, solid miðja og ruglaðasta safn af framherjum sem sést hefur. Reyndar engin nía þannig séð en nóg af gaurum sem geta tekið skærin og skorað.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur Ég held að Argentínu muni fara alla leið, þeir eru með mjög gott lið og vel spilandi.
Sjá einnig: Með hvaða liði heldur þú? Hvaða lið kemur á óvart? Hvaða lið kemur á óvart? Mest spennandi leikurinn í riðlakeppninni? Hvað finnst þér um að HM fari fram að vetri til? Hver verður markakóngur? Hver á að vera í markinu hjá Brasilíu? Hvernig mun Englandi vegna á mótinu? Hvort viltu frekar að Messi eða Ronaldo vinni mótið
|