sun 20.nóv 2022
Bjarki Már spáir í opnunarleikinn á HM
Bjarki Már og spænska goðsögnin Xavi.
HM í fótbolta hefst í dag. Opnunarleikurinn á milli Katar og Ekvador hefst klukkan 16:00.

Þessi tvö lið eru í A-riðlinum með Hollandi og Senegal en hægt er að lesa meira um hann með því að smella hérna.

Bjarki Már Ólafsson, fyrrum leikgreinandi hjá Al Arabi í Katar, spáir í leik dagsins fyrir Fótbolta.net.

Katar 2 - 0 Ekvador (16:00 í dag)
Ég býst við áhugaverðum opnunarleik þar sem heimamenn sigra 2-0. Abdulaziz Hatem og Hassan Al Haydos skora mörkin og menn missa sig í gleðinni.