sun 20.nóv 2022
Varnarmaður Anderlecht tekur sæti Mane í senegalska hópnum

Moussa N'Diaye hefur verið kallaður upp í landsliðshóp Senegal til að fylla í skarðið sem Sadio Mane skilur eftir sig.Mane, einn af betri fótboltamönnum heims og algjör lykilmaður í sóknarleik Senegal, missir af heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla á hné.

N'Diaye kemur inn í hans stað en það vekur athygli að N'Diaye er tvítugur vinstri bakvörður að upplagi. Hann er á mála hjá Anderlecht í Belgíu og getur einnig spilað sem miðvörður.

Senegal er með Hollandi, Ekvador og Katar í A-riðli. Þar er Ekvador með þrjú stig eftir sigur í opnunarleiknum gegn Katar.