sun 20.nóv 2022
Líklegt byrjunarlið Englands - Walker og Maddison ekki leikfærir
Walker hefur æft en er ekki alveg klár.
B-riðillinn á HM fer af stað á morgun; England og Íran eigast við klukkan 13 og svo klukkan 19 er það leikur Bandaríkjanna og Wales.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur staðfest að þeir Kyle Walker og James Maddison séu báðir óleikfærir.

Maddison meiddist á hné í leik með Leicester áður en hann hélt til Katar og hefur ekki tekið þátt í heilli æfingu með enska landsliðinu enn sem komið er. Hann hefur verið í einstaklingsæfingum.

Walker hefur hinsvegar verið að æfa en óvissa ríkti í aðdraganda mótsins um það hvort hann gæti tekið þátt í mótinu.

„Þessi leikur kemur aðeins of snemma fyrir Kyle Walker en hann er að æfa með liðinu, hann er kominn lengra en við héldum á þessu stigi. Það er jákvætt," segir Southgate.

Hér má sjá líkleg byrjunarlið að mati SportsMole fyrir leikinn á morgun, en síðan spáir 2-0 sigri enska liðsins.

Líklegt byrjunarlið Englands:
Pickford; Trippier, Stones, Maguire, Shaw; Rice, Bellingham; Sterling, Mount, Foden; Kane

Líklegt byrjunarlið Íran:
Beiranvand; Moharrami, Pouraliganji, Hosseini, Mohammedi; Nourollahi, Ezatolahi, Hajsafi; Jahanbakhsh, Taremi, Amiri