mán 21.nóv 2022
HM í dag - Englendingar hefja daginn
Phil Foden, leikmaður Englands.
Carlos Queiroz, þjálfari íranska liðsins.
Mynd: Getty Images

Opnunarleikur HM fór fram í gær og í dag verður keppni framhaldið með þremur leikjum. Fyrstu umferð A-riðils lýkur með viðureign Hollands og Senegal og þá verður leikið í B-riðlinum, riðli Englands.

HM: A-riðill
16:00 Senegal - Holland

HM: B-riðill
13:00 England - Íran
19:00 Bandaríkin - Wales

Smelltu hér til að sjá líklegt byrjunarlið Englands

England leikur við Íran klukkan 13 en landsliðsþjálfari Írana er Carlos Queiroz. Hann þekkir enska liðið út og inn en hann er fyrrum aðstoðarstjóri Manchester United.

„Hvað get ég sagt um England? Eitt besta landslið heims. Þeir eru kandídatar til að fara alla leið, af hverju ættu þeir ekki að geta unnið mótið? Liðið hefur gert góða hluti á síðustu stórmótum og er fullt af hæfileikum," segir Queiroz.

Hvaða lið fara upp úr B-riðlinum?
Fótbolti.net spáir því að England vinni riðilinn, Wales lendi í öðru sæti og Bandaríkin í því þriðja. Það verði því hlutskipti íranska liðsins að enda í neðsta sæti.

Sjá einnig:
B-riðillinn: Kafteinn Ameríka reynir að stoppa ljónin þrjú