sun 20.nóv 2022
Sjáðu skallaklúðrin hjá Katar og Ekvador

Opnunarleikur HM 2022 í Katar var viðureign heimamanna gegn Ekvador og höfðu gestirnir betur þökk sé tvennu frá Enner Valencia.



Lokatölur urðu 0-2 fyrir Ekvador í þokkalega tíðindalitlum leik sem setti met yfir fæstar marktilraunir í leik á HM frá því að mælingar hófust á HM 1966.

Katar átti fimm marktilraunir og hæfði engin þeirra markið á meðan Ekvador átti sex tilraunir, þar sem þrjár fóru á rammann.

Þrátt fyrir lítið af tilraunum hefðu leikmenn átt að skora tvö mörk í viðbót ef ekki fyrir svakaleg klúður úr dauðafærum. Fyrst klúðraði leikmaður Ekvador dauðafæri og svo gerði sóknarmaður Katar það einnig.

Sjáðu klúður Ekvador
Sjáðu klúður Katar