sun 20.nóv 2022
Enska landsliðið heldur áfram að krjúpa á hné

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að leikmenn sínir muni krjúpa á hné fyrir opnunarleik sinn á HM gegn Íran sem fer fram á morgun.Enska landsliðið hefur stundað að krjúpa fyrir upphafsflaut leikja síðan George Floyd lést af völdum lögreglu fyrir rúmum tveimur árum.

„Okkur líður eins og þetta sé besta leiðin til að koma sterkum skilaboðum til skila til ungs fólks um allan heim. Við stöndum saman gegn kynþáttafordómum og það er mikilvægt að sem flestir í heiminum fái tækifæri til að taka þátt í baráttunni," sagði Southgate.

England byrjar á leik við Íran en mætir svo frændum sínum frá Bandaríkjunum og bræðrum sínum frá Wales í næstu tveimur leikjum riðlakeppninnar.