mán 21.nóv 2022
Óðinn Snæbjörnsson áfram með KFS

Óðinn Snæbjörnsson er búinn að semja við KFS eftir að hafa náð góðum árangri með liðið í 3. deildinni í sumar.



KFS er skipað af ungum Vestmannaeyingum og var spáð falli úr deildinni í sumar. Liðið spilaði hins vegar góðan bolta og fékk 32 stig úr 22 umferðum.

KFS endaði þannig um miðja deild og ljóst að Óðinn er að vinna gott starf þar á bæ.

„Með KFS leika margir ungir og efnilegir leikmenn sem hafa í gegnum tíðina oft endað í byrjunarliði ÍBV eða jafnvel U21 landsliðinu. Samstarf ÍBV og KFS hefur reynst báðum félögum mikilvægt og er ánægjulegt að Óðinn skuli gefa sig áfram í verkefnið sem er fótboltanum í Eyjum mikilvægt," segir meðal annars í yfirlýsingu frá KFS.