mán 21.nóv 2022
Fullyrt að Saka byrji
Bukayo Saka.
England hefur leik á HM með því að mæta Íran klukkan 13. Liðið leikur í B-riðli en Bandaríkin og Wales mætast í sama riðli í kvöld.

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, verði í byrjunarliðinu en Phil Foden hjá Manchester City þurfi að sætta sig við að vera meðal varamanna.

Báðir hafa þeir átt frábært tímabil hingað til í ensku úrvalsdeildinni.

Southgate blæs til sóknar gegn íranska liðinu.

ENGLAND (4-2-1-3)
Markvörður: Pickford
Varnarmenn: Trippier, Stones, Maguire, Shaw
Miðjumenn: Rice, Bellingham; Mount
Sóknarmenn: Saka, Kane, Sterling