þri 22.nóv 2022
Segja Man Utd spara sér 16 milljónir með að hleypa Ronaldo burt

Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, og félagar hjá Football Daily hafa reiknað það út að Manchester United sparar sér 16 milljónir punda með starfslokasamkomulaginu við Cristiano Ronaldo.



Ronaldo fær enga greiðslu fyrir að yfirgefa Man Utd heldur samþykktu báðir aðilar að rifta samningnum til að skapa ekki frekari deilur.

Ronaldo var launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og ljóst að 16 milljónir punda eru þokkaleg upphæð í fótboltaheiminum í dag. Milljónirnar samsvara rúmlega 2,7 milljörðum íslenskra króna.

Það verður spennandi að fylgjast með næsta skrefi á ferli Ronaldo, hvort hann komi sér til Meistaradeildarfélags eða reyni fyrir sér utan Evrópu.