fim 24.nóv 2022
[email protected]
HM í dag - Ronaldo og Brassarnir
 |
Cristiano Ronaldo. |
 |
Neymar. |
Mynd: Getty Images
|
Þvílíkur HM dagur sem er framundan. Fyrstu umferð riðlakeppninnar lýkur, Cristiano Ronaldo mætir til leiks og líka eitt sigurstranglegasta lið keppninnar Brasilía.
HM: G-riðill 10:00 Sviss - Kamerún
19:00 Brasilía - Serbía
Sjá einnig: G-riðillinn: Neymar með meiri hjálp en nokkru sinni áður HM: H-riðill 13:00 Úrúgvæ - Suður Kórea
16:00 Portúgal - Gana
Sjá einnig: H-riðilinn: Mesti dauðariðillinn af þeim öllum?
Velkominn Ronaldo Cristiano Ronaldo, maðurinn sem er til umræðu á öllum kaffistofum, hefur leik með portúgalska liðinu klukkan 16. Þrátt fyrir að vera þessi mikla fótboltaþjóð hefur Portúgal aðeins tvívegis komist í undanúrslit á HM; 1966 og 2006. Í Rússlandi fyrir fjórum árum féll Portúgal út í 16-liða úrslitum gegn Úrúgvæ en liðin eru einmitt saman í riðli i þessari keppni.
Líklegt byrjunarlið Portúgal: Costa; Cancelo, Pepe, Dias, Guerreiro; Neves, Carvalho, Fernandes; B. Silva, Ronaldo, Leao
Mikil pressa á brasilíska liðinu Brasilía er eina þjóðin sem hefur tekið þátt í öllum heimsmeistaramótunum en það eru 20 ár síðan liðið vann sjálfan titilinn í fimmta sinn. Það er mikil pressa á Tite þjálfara Brasilíu og hans hæfileikaríka leikmannahópi.
Líklegt byrjunarlið Brasilíu: Alisson; Danilo, Thiago Silva, Marquinhos, Sandro; Casemiro, Paqueta; Raphinha, Neymar, Vinicius Jr; Richarlison
|