fös 25.nóv 2022
Byrjunarlið Wales og Íran: Bale setur met í þessum leik
Kiefer Moore og Gareth Bale fagna marki í síðasta leik.
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir fyrsta leik dagsins á HM þar sem Wales og Íran eigast við. Er þetta fyrsti leikurinn í annarri umferð riðlakeppninnar.

Wales er með eitt stig fyrir þennan leik eftir jafntefli gegn Bandaríkjunum í fyrstu umferð. Gareth Bale gerði þar jöfnunarmarkið úr víti. Íran er án stiga eftir stórt tap gegn Englandi í frumraun sinni.

Sjá einnig:
Óskar Smári spáir í Wales - Íran

Hjá Wales dettur Daniel James úr byrjunarliðinu og inn í hans stað kemur Kiefer Moore - stór og sterkur sóknarmaður - sem kom sterkur inn í síðasta leik gegn Bandaríkjunum.

Bale verður í dag leikjahæsti leikmaður í sögu Wales þegar hann spilar landsleik númer 110.

Hjá Íran kemur Sardar Azmoun, leikmaður Bayer Leverkusen, inn og byrja hann og Mehdi Taremi saman fremst. Verður áhugavert að sjá hvernig það fúnkerar.

Byrjunarlið Wales: Hennessey; Mepham, Rodon, B Davies; Roberts, Ampadu, Ramsey, Wilson, N Williams; Bale, Moore.

Byrjunarlið Íran: Hosseini; Hajsafi, Mohammadi, Rezaeian, Hosseini; Ezzatolahi, Gholizadeh, Noorollahi; Azmoun, Taremi, Pourilaganji.