fös 25.nóv 2022
Tveir aðrir leikmenn hafa líka skorað á fimm heimsmeistaramótum
Marta.
Cristiano Ronaldo skoraði í gær á sínu fimmta heimsmeistaramóti er hann kom Portúgal 1-0 yfir gegn Gana með marki úr vítaspyrnu.

Til að bæta við þá varð Ronaldo þar fyrsti karlmaðurinn til að skora á fimm heimsmeistaramótum en tveir aðrir leikmenn höfðu gert það á undan Ronaldo.

Marta frá Brasilíu og Christine Sinclair frá Kanada hafa báðar skorað á fimm heimsmeistaramótum kvenna og voru þær á undan Ronaldo, en Portúgalinn er vissulega sá fyrsti til að skora á fimm heimsmeistaramótum karla.

„Ég er mjög stoltur að hafa skorað í fimm mótum í röð, þetta er falleg stund fyrir mig. Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur eftir erfiðan leik," sagði Ronaldo eftir leikinn í gær.

Ronaldo, sem er 37 ára, er að spila á sínu síðasta heimsmeistaramóti.