sun 27.nóv 2022
Xavi um Endrick: Ég vona að hann verði leikmaður Barcelona

Ungstirnið Endrick er mjög eftirsóttur en hann fór meðal annars og skoðaði aðstæður hjá Chelsea.Xavi stjóri Barcelona hefur nú tjáð sig um þennan 16 ára gamla brasilíska framherja.

„Við viljum hæfileikaríka leikmenn, sem geta gert gæfumuninn. Hann er frábær að klára færin, rekja boltann og getur gert gæfumuninn inn á vellinum," sagði Xavi.

„Hann er akkúrat týpan sem við þurfum. Hann veit hvað við viljum gera, við erum að taka spjallið. Ég vona að hann verði leikmaður Barcelona. Það fer eftir honu, svona hlutir eru alltaf í höndum leikmanna. Venjulega endar leikmaðurinn þar sem hann vill spila svo þetta er persónuleg ákvörðun hjá Endrick."

Hann hefur leikið 6 leiki með Palmeiras og skorað 3 mörk. Hann skoraði 5 mörk í 4 leikjum fyrir u16 landslið Brasilíu.