sun 27.nóv 2022
[email protected]
Byrjunarlið Japans og Kosta Ríka: Tomiyasu aftur á bekknum
 |
Stuðningsmenn fyrir utan völlinn. |
Fyrsti leikur dagsins á HM hefst klukkan 10 en Japan og Kosta Ríka eigast við á Ahmad bin Ali leikvanginum klukkan 10. Liðin leika í E-riðli ásamt Spáni og Þýskalandi sem mætast í kvöld.
Japan vann frækinn sigur á Þýskalandi í fyrstu umferð en fimm breytingar eru á byrjunarliði liðsins frá þeim leik. Takehiro Tomiyasu, leikmaður Arsenal, byrjar aftur á bekknum. Ef Japan vinnur er liðið á barmi þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.
Kosta Ríka gerir tvær breytingar en liðið var niðurlægt af Spáni í fyrstu umferð. Kendall Waston kemur inn í hægri bakvörðinn í stað Carlos Martinez og Gerson Torres er á vinstri vængnum í stað Jewison Bennette.
Enski úrvalsdeildardómarinn Michael Oliver dæmir leikinn.
Japan: Gonda; Yamane, Itakura, Yoshida, Nagamoto; Endo, Morita; Doan, Kamada, Soma; Ueda. Kosta Ríka: Navas; Watson, Duarte, Calvo, Oviedo; Fuller, Borges, Tejda, Torres; Contreras, Campbell.
|