sun 27.nóv 2022
Flestir áhorfendur síðan 1994
Samkvæmt opinberum tölum FIFA voru 88.966 áhorfendur á Lusail leikvangnum í Katar þegar Argentína vann 2-0 sigur gegn Mexíkó í gær.

Setið var í hverju sæti og frábær stemning á leikvangnum þar sem úrslitaleikur mótsins mun fara fram.

Þetta er hæsti áhorfendafjöldi á HM síðan í úrslitaleik HM í Bandaríkjunum 1994. Alls 94.194 áhorfendur voru í Rósaskálinni í Kaliforníu en Brasilía vann þá Ítalíu í vítaspyrnukeppni.

Sjá einnig:
Leikvangur í nærmynd: Úrslitaleikurinn spilaður í gullskál