mán 28.nóv 2022
Tók sjálfu með Son á meðan hann var í molum
Son Heung-min.
Gana vann sigur gegn Suður-Kóreu í stórskemmilegum leik á heimsmistaramótinu í dag.

Gana var 2-0 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik tók Cho Gue-Sung til sinna ráða og jafnaði leikinn með því að skora tvívegis með nokkurra mínútna millibili. Bæði mörkin komu með skalla en varnarleikur Ganverja var alls ekki til útflutnings.

Stuðið hélt áfram og Mohammed Kudus skoraði annað mark sitt og þriðja mark Gana á 68. mínútu. Eftir lága fyrirgjöf ætlaði Inaki Williams að skjóta á markið en hitti ekki boltann, hann rúllaði í staðinn á Kudus sem var í dauðafæri sem hann nýtti.

Gana, eða Svörtu stjörnurnar eins og liðið er kallað, er með þrjú stig eftir þessi úrslit en Suður-Kórea eitt.

Það vakti athygli eftir leik að maður í þjálfarateymi starfsteymi Gana fór beint að Son Heung-min, stjörnu Suður-Kóreu, og tók sjálfu með honum. Son var augljóslega í engu stuði fyrir það eins og sjá má á myndbandinu fyrir neðan.