mið 30.nóv 2022
Jón Ingason á förum frá ÍBV?
Jón Ingason skallar boltann.
Jón Ingason leikmaður ÍBV er að skoða í kringum sig en samningur hans við félagið er runninn út.

ÍBV vill halda þessum mikla Eyjamanni en hann sjálfur er að skoða það að spila fótbolta á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann hefur fest niður rætur.

Jón er 27 ára gamall örvfættur varnarmaður og spilaði sína fyrstu leiki með ÍBV í efstu deild 2011. Hann hefur á ferli sínum einnig spilað með Grindavík.

Á liðnu tímabili lék hann 18 leiki í deild og bikar með ÍBV en hann var að snúa aftur eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni sumarið 2021.

Jón var valinn leikmaður ársins hjá ÍBV sumarið 2020.