mið 30.nóv 2022
Pele lagður inn á sjúkrahús í slæmu ástandi
Pele og Kylian Mbappe.
Brasilíska fótboltagoðsögnin Pele, sem almennt er talinn einn besti leikmaður allra tíma, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Sao Paulo eftir að hann fékk bólgur um allan líkamann. Komið hefur í ljós hjartavandamál og þá var hann í andlegu ójafnvægi.

Pele er 82 ára og hefur verið að gangast undir krabbameinsmeðferð en hún hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir.

Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum var Pele í andlegu ójafnvægi þegar hann kom á sjúkrahúsið.

Pele var einnig lagður inn á sjúkrahús í september 2021 þegar hann fór í aðgerð til að fjarlægja æxli úr ristli hans. Hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæslu en var að lokum sleppt til að gangast undir lyfjameðferð.

Pele er markahæsti leikmaður Brasilíu í sögunni en hann skoraði 77 mörk í 92 leikjum. Hann er einn af fjórum leikmönnum sem hafa skorað á fjórum heimsmeistaramótum.