sun 04.des 2022
[email protected]
Celtic kaupir kanadískan landsliðsmann (Staðfest)
 |
Alistair Johnston í leiknum gegn Belgíu í riðlakeppninni |
Skoska félagið Celtic hefur fest kaup á kanadíska landsliðsmanninum Alistair Johnston en hann kemur til félagsins frá Montreal.
Johnston, sem er 24 ára gamall, spilar stöðu hægri bakvarðar en hann hefur spilað fyrir Nashville og Montreal í MLS-deildinni.
Hann var valinn í kanadíska landsliðið fyrir HM og spilaði alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni.
Margir njósnarar eru staddir á mótinu og tókst Johnston að heilla útsendara Celtic upp úr skónum en skoska félagið hefur nú fest kaup á leikmanninum.
Johnston skrifaði í gær undir fimm ára samning við Celtic en hann mun formlega ganga í raðir félagsins um áramótin.
|