sun 04.des 2022
Phillips þakkar Walker fyrir að ná HM

Kalvin Phillips leikmaður Manchester City er í leikmannahópi enska landsliðsins á HM í Katar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað fjóra leiki með City á tímabilinu til þessa.Phillips meiddist alvarlega og hefur verið að vinna hart að sér til að ná bata. Hann þakkar liðsfélaga sínum hjá City, Kyle Walker, fyrir að vera í landsliðshópnum.

„Við vorum saman á hvejrum einasta degi, Stones var áður meiddur. Walker er sennilega ástæðan fyrir því að ég legg meira á mig í ræktinni eða á æfignum. Hann var alltaf '„Klárum þetta". Ef hann hefði ekki verið þarna til að leiðbeina mér hefði ég ekki verið bjartsýnn á að ná HM," sagði Phillips.

„Hann er einn af þessum leikmönnum sem þarf ekki að gera neitt. Hann er með nátturulega sterkur og hraður. Í hvert sinn sem hann fer í rætina, gerir hann hlutina einu sinni og þarf ekki meira. Hann gerir alltaf eitthvað nýtt, við skemmtum okkur vel, hann er grínistinn í hópnum. Þetta var erfiður tími en við skemmtum okkur saman."