þri 06.des 2022
Sami leikmaður en með miklu betri menn í kringum sig
Richarlison.
Richarlison, sóknarmaður Tottenham, hefur verið stórkostlegur á HM í Katar og er kominn með þrjú mörk, þar af eru tvö af bestu mörkum mótsins.

Richarlison gekk í raðir Tottenham frá Everton í sumar og meiðsli hafa reynst hraðahindrun á byrjun hans hjá félaginu. Hann er enn ekki kominn með deildarmark en hefur sýnt í Katar við hverju stuðningsmenn Spurs geta búist.

„Ég heyri talsverða umræðu um að Richarlison sé allt annar leikmaður eftir að hann yfirgaf Everton. Það er rangt. Hann er að mestu sami leikmaðurinn nema núna er hann umkringdur miklu betri leikmönnum, mörgum hverjum í heimsklassa," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.

„Everton væri líklega í Championship-deildinni ef ekki hefði verið fyrir framlag Richarlison og Jordan Pickford síðasta tímabil. Í raun hefði liðið pottþétt fallið."