mið 07.des 2022
[email protected]
Flick verður áfram með þýska landsliðið
 |
Hansi Flick |
Það hefur gengið ansi illa hjá þýska landsliðinu undanfarið en liðið féll úr leik á HM í Katar eftir riðlakeppnina.
Þýskaland féll úr leik í 16-liða úrslitum á EM í fyrra og einnig féll liðið úr leik í riðlakeppni HM 2018. Óvissa hefur verið um framtíð Hansi Flick þjálfara Þýskalands en nú hefur verið staðfest að hann verði áfram en EM 2024 fer einmitt fram í Þýskalandi. „Ég og þjálfarateymið mitt erum bjartsýnir fyrir EM í heimalandinu. Við getum náð miklu betri árangri en við sýndum í Katar. Við klikkuðum á frábæru tækifæri þar, við munum læra af því," sagði Flick. „Við höfum fulla trú á að Hansi Flick nái að fullkomna þessa áskorun með sínu teymi," sagði Bernd Neuendorf forseti þýska sambandsins. Oliver Bierhoff hætti sem tæknilegur ráðgjafi landsliðsins eftir HM í Katar.
|