fim 08.des 2022
Pele við Mbappe: Gaman að sjá þig bæta enn eitt metið mitt
Félagarnir

Brasilíska goðsögnin Pele hefur legið inn á sjúkrahúsi í Brasilíu undanfarna daga en óljóst er með líðan hans.



Hann virðist þó nógu hress til að fylgjast með umræðunni á samfélagsmiðlum en Kylian Mbappe landsliðsmaður Frakklands sendi honum kveðju þegar fréttir bárust af því að Pele væri kominn í líknarmeðferð.

Pele svaraði honum í dag.

„Takk fyrir, Mbappe. Ég er ánægður að sjá þig bæta enn eitt metið mitt á þessu móti vinur," skrifaði Pele.

Mbappe skoraði tvö mörk í 3-1 sigri liðsins gegn Póllandi í 16 liða úrslitum og er því kominn með 9 mörk á HM en hann hefur skorað felst mörk á HM fyrir 24 ára afmælisdaginn og fór fram úr Pele.